Rannsókn á hömstrum sýnir virkni andlitsgríma

Ekki hefur verið gefið út hvaða áhrif sjúkdómurinn hafði á …
Ekki hefur verið gefið út hvaða áhrif sjúkdómurinn hafði á dýrin. AFP

Notkun andlitsgríma dregur úr útbreiðslu kórónuveirunnar segja vísindamenn við háskólann í Hong Kong sem undanfarið hafa rannsakað hversu miklu máli það getur skipt að nota grímu til að koma í veg fyrir smit. Rannsóknin var gerð með því að smita hamstra af kórónuveirunni.

Rannsóknin er sögð ein sú fyrsta sem kannar virkni notkunar andlitsgríma gegn SARS-CoV-2 kórónuveirunni sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Prófessor Yuen Kwok-yung, sem er talinn einn fremsti sérfræðingur um veiruna á heimsvísu, fór fyrir teymi vísindamanna sem sýkti hamstra af kórónuveirunni.

Sýktu hamstrarnir voru settir í búr með heilbrigðum hömstrum en hóparnir voru aðskildir með efni sem notað er til að framleiða skurðlækningagrímur. Loftflæðinu í búrinu var stýrt frá sýktu hömstrunum að þeim heilbrigðu.

Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að hægt sé að minnka smit um allt að 60% með notkun gríma. Tveir af hverjum þremur heilbrigðum hömstrum sýktust ef hóparnir voru ekki aðskildir með grímu.

„Það dregur augljóslega úr smitum að setja grímur á þá sem eru sýktir af veirunni. Rannsóknin sýnir einnig hvers vegna það er mikilvægt að allir noti grímur því stór hluti sýktra er einkennalaus,“ sagði Yuen Kwok

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert