Kærður fyrir að pissa á minnisvarða

Lögreglan að störfum í gær.
Lögreglan að störfum í gær. AFP

Maður sem er grunaður um að hafa kastað af sér vatni á minnisvarða um lögreglumann sem var drepinn í hryðjuverkaárás í London árið 2017 hefur verið kærður fyrir athæfið.

Lögreglan hóf rannsókn á málinu eftir að ljósmynd var birt á samfélagsmiðli sem virtist sýna karlmann pissa á minnisvarða um Keith Palmer, sem var drepinn í hryðjuverkaárás fyrir utan breska þinghúsið.

Talið er að atvikið hafi átt sér stað á laugardag á meðan hægriöfgahreyfingar lentu í átökum við fólk sem mótmælti kynþáttamisrétti í miðborg London.

Lögreglan þurfti að hafa mikil afskipti af fólkinu. Alls voru 113 handteknir. Sumir höfðu ráðist á lögreglumenn en 23 þeirra hlutu minni háttar meiðsli.

Hvítur maður sem hafði lent í átökum fluttur á brott …
Hvítur maður sem hafði lent í átökum fluttur á brott til lögreglunnar af svörtum mótmælendum í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert