Leiðtogi stjórnarandstöðunnar sigraði

Lazarus Chakwera, nýkjörinn forseti Malaví.
Lazarus Chakwera, nýkjörinn forseti Malaví. AFP

Lazarus Chakwera, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Malaví, sigraði forsetakosningar þar í landi í dag með 58,75 prósent atkvæða, að sögn kjörstjórnar. Peter Mutharika, sitjandi forseti, bauð sig einnig fram í kosningunum og hlaut um 40% atkvæða. Peter Kuwani bauð sig sömuleiðis fram en hann hlaut þó einungis lítið brot atkvæða eða um tvö prósent. 

Í fyrra ógilti Malaví niðurstöðu forsetakosninga vegna óreglu við framkvæmd kosninga. 

Stuðningsmenn Chakwera telja að um sögulegan sigur sé að ræða fyrir lýðræði landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert