Smit orðin 10 milljónir

Grímuskylda verður sett á í Íran í næstu viku.
Grímuskylda verður sett á í Íran í næstu viku. AFP

Kórónuveirusmit eru orðin 10 milljónir á heimsvísu samkvæmt talningu  Johns Hopkins-háskóla og Reuters-fréttastofunnar, sem segir daginn marka tímamót í útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið hefur dauða hátt í hálfrar milljónar manna.

Fjöldi smitaðra er um tvöfalt fleiri en þeir sem veikjast alvarlega af inflúensu árlega, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.

Kórónuveirufaraldurinn er enn á mikilli uppleið, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem afléttingu takmarkana hefur víða verið frestað vegna mikils fjölda nýsmita. Þá er staðan t.a.m. virkilega slæm í Brasilíu og á Indlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert