Danir fá loksins sumar

Loksins er komið sumar í Danmörku og var það fyrst …
Loksins er komið sumar í Danmörku og var það fyrst í Borgundarholmi sem hiti fór yfir 25 stig. Ljósmynd/Wikipedia.org/Małgorzata Miłaszewska

Íbúar í Borgundarhólmi gátu í dag fagnað fyrsta degi sumars og eru þeir fyrstir meðal Dana, en veðurfræðilegur sumar hefst í Danmörku er hitastig nær 25 gráðum. Fram kemur á vef danska ríkissjónvarpsins að í Borgundarhólmi hafi hitinn náð heilum 26 gráðum.

Það fer ekki milli mála hvenær Íslendingar fagna komu sumarsins en raunin er hins vegar nokkuð önnur hjá frændþjóðum Íslendinga. Norðmenn gera ekki ráð fyrir að sumarið hefjist fyrr en mælist um 10 gráðu meðalhiti eða hitastig nái 25 gráðum. Noregur er langt land og þanni getur sumar hafist til að mynda í bænum Bærum 10. maí en ekki fyrr en 17. júní í Tromsø.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert