Dræm þátttaka í írösku kosningunum

Líklegt þykir að margir þeirra 25 milljón manns sem eru …
Líklegt þykir að margir þeirra 25 milljón manns sem eru á kjörskrá muni sniðganga kosningarnar vegna vantrausts á stjórnkerfinu. AFP

Írakar ganga nú til þingkosninga, ári fyrr en þær áttu að fara fram eftir hávær mótmæli vegna spillingar í landinu. Ólíklegt þykir þó að kosningarnar muni hafa mikil áhrif á stjórn landsins.

Líklegt þykir að margir þeirra 25 milljón Íraka sem eru á kjörskrá muni sniðganga kosningarnar vegna vantrausts á stjórnkerfinu. 

Þremur klukkustundum áður en kjörstaðir lokuðu í dag höfðu einungis 30% kosið. Síðast þegar var kosið árið 2018 var kjörsókn um 45%.

167 flokkar eru nú í framboði og fleiri en 3.200 einstaklingar eru í framboði, þingsætin eru 329. Búist er við fyrstu tölum á morgun en stjórnarmyndunarviðræður gætu tekið marga mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert