Flóðbylgjuviðvörun vegna neðansjávareldgoss

Þessi mynd var tekin 21. desember þegar einnig gaus úr …
Þessi mynd var tekin 21. desember þegar einnig gaus úr eldfjallinu. AFP

Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út í þó nokkrum löndum, þar á meðal Tonga og Nýja-Sjálandi eftir stórt eldgos neðansjávar.

Í myndum af samfélagsmiðlum sjást öldur skella á kirkjum og heimilum kyrrahafseyjunnar Tonga. Vitni segja að aska falli yfir höfuðborgina Nuku'alofa.

Íbúar eyjunnar hafa verið hvattir til að færa sig í efri byggðir, að sögn BBC. Eldgosið er það nýjasta í röð eldgosa sem hafa orðið undanfarið í eldfjallinu Hunga Tonga Hunga Ha´apai.

Að sögn embættismanna í höfuðborg Fiji-eyja, Suva , heyrðust drunur úr eldgosinu, sem stóð yfir í átta mínútur, hátt og snjallt þar, í meira en 800 kílómetra fjarlægð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert