„Úkraínu er frjálst að velja“

Varnarmálaráðherra Bretlands, Ben Wallace.
Varnarmálaráðherra Bretlands, Ben Wallace. mbl.is/Hákon

„Við verðum að hjálpa og styðja við Úkraínu í sumar,“ sagði Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, á opnum fundi Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál á opnum fundi um blikur á lofti í Evrópu í dag.

Á fundinum fór Wallace yfir næstu skref í tengslum við stuðning við Úkraínu og sömuleiðis fjallaði hann um hver næstu skref Atlantshafsbandalagsins yrðu að vera.

„Við verðum að sjá til þess að Úkraína komist í gegnum sumarið. Við verðum að sjá til þess að Úkraína hafi sterka samningsstöðu en sé ekki í stöðu þar sem byssu sé miðað að höfði þeirra,“ sagði Wallace.

Virða verði fullveldi Úkraínu

Wallace sagði að ósk Breta væri sú að Úkraínu væri frjálst að velja. Þá sagði hann að hvað  landið ákveði að gera sé þeirra ákvörðun, að þetta snúist allt um að virða fullveldi Úkraínu. „Það er ekki okkar að segja Úkraínu hvaða kjör þau eigi að semja um. Það er ekki neins lands. Úkraínu er frjálst að velja,“ sagði hann.

Þór­dís Kol­brún Reykfjörð Gylfadóttir ut­an­rík­is­ráðherra var einnig gestur fundarins.
Þór­dís Kol­brún Reykfjörð Gylfadóttir ut­an­rík­is­ráðherra var einnig gestur fundarins. mbl.is/Hákon

Í þessu samhengi talaði hann einnig um ákvörðunarrétt bæði Svíþjóðar og Finnlands og að Bretland hafi ekki sagt þeim að gerast aðilar að NATO. „Eins og við höfum alltaf sagt þá er stefna NATO sú að hurðin er opin. Fólk velur NATO, NATO velur ekki lönd.“

„Næstu skrefin verða því að vera að við styðjum við Úkraínu og við verðum að geta aðstoðað við að tefja og ýta Rússum aftur,“ sagði hann og bætti við að koma yrði í veg fyrir að Rússar snúi aftur eftir fimm ár og taki yfir meira landsvæði.

Þríþætt áætlun fyrir NATO

Þá talaði Wallace um að Atlantshafsbandalagið þyrfti þríþætta áætlun. Í fyrsta lagi þurfi bandalagið langtímaáætlun ef Rússar ætla að halda sig á núverandi braut.

Í öðru lagi þarf að veita aðildarríkjum bandalagsins frekara þanþol til að standa af sér árásir í framtíðinni og loks þurfi í þriðja lagi að veita öðrum ríkjum bandalagsins hughreystingu.

Þá bætti hann við að þanþol og hughreysting þyrfti ekki að vera það sama.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert