50 milljónir búa við nútíma þrælahald

Mótmælt fyrir framan sendiráð Kína í Jakarta í Indónesíu 17. …
Mótmælt fyrir framan sendiráð Kína í Jakarta í Indónesíu 17. desember árið 2020 vegna slæmrar meðferðar á indónesískum sjómönnum á vegum kínversks sjávarútvegsfyrirtækis. AFP/Bay Ismoyo

Sameinuðu þjóðirnar vara við mikilli aukningu á heimsvísu á því að fólk sé þvingað til vinnu og í hjónaband. Um 50 milljón manns eru talin þurfa að búa við slík mannréttindabrot.

Sameinuðu þjóðirnar höfðu áður sett sér það markmið að eyða nútímaþrælahaldi í heiminum í öllum útfærslum fyrir árið 2030.

Í rannsókn sem SÞ gerðu ásamt Walk Free Foundation kemur fram að sá hópur fólks sem er annað hvort neytt í vinnu eða hjónaband hafi stækkað um 10 milljón manns á árunum 2016 til 2021.

Þar segir að 28 milljón manns þurfi að vinna nauðungarvinnu og 22 milljónir manns, mest konur, séu í hjónabandi gegn þeirra vilja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert