Telja fjölda látinna vera kominn upp í 77

Matlacha í Flórída í gær.
Matlacha í Flórída í gær. AFP/Ricardo Arduengo

Fjöldi þeirra sem látist hafa af völdum fellibylsins Ian fer sífellt hækkandi en stormurinn er einn sá kröftugasti sem skollið hefur á land í Bandaríkjunum.

Ljóst er að tugir liggja í valnum en miðlum ber ekki saman um hver staðfestur fjöldi dauðsfalla sé.

Samkvæmt heimildum AFP fréttaveitunnar er búið að staðfesta 44 andlát af völdum Ian en bandaríska fréttastofan NBC heldur því fram að staðfestur fjöldi sé mun hærri eða 77.

Í gær kom fram að yfirvöld í Flórída áætluðu að allt að 50 hefðu látist.

Joe Biden Bandaríkjaforseti stefnir á að ferðast til Flórídaríkis og Púertó Ríkó í vikunni en bæði svæðin hafa orðið fyrir gríðarlegu tjóni af völdum fellibylsins Ian. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert