Kardínáli grunaður um brot gegn barni

Kardínálinn Jean-Pierre Ricard.
Kardínálinn Jean-Pierre Ricard. AFP/Patrick Herztog

Franski kardínálinn Jean-Pierre Ricard er grunaður um að hafa gerst brotlegur gagnvart 14 ára stúlku en hann hefur sjálfur viðurkennt ámælisverða háttsemi gagnvart henni. 

Vatíkanið hefur tekið ákvörðun um að hefja rannsókn á málinu en atvikið átti sér stað fyrir hátt í 40 árum.

„Til þess að komast til botns í því hvað átti sér stað hefur verið tekin ákvörðun um að opna rannsókn,“ segir Matteo Bruni, talsmaður Vatíkansisn, við blaðamenn. Hann bætti þó við að ekki væri búið að skipa rannsakanda sem færi fyrir málinu en Vatíkanið væri að leita að sjálfstæðum og óhlutdrægnum einstaklingi með mikla reynslu.

Í gær greindu franskir saksóknarar frá því að rannsókn á Ricard væri hafin en kardínálinn var lengi biskup Bordeaux.

„Það er enginn vafi í mínum huga að hegðun mín olli alvarlegum og langvarandi fyrir þessa manneskju,“ sagði kardínálinn og bætti við að hann hafði beðið konuna fyrirgefningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert