Rússar efla herinn við landamæri Finnlands

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP/Gavríl Grígorov

Rússar ætla sér að efla herinn í Rússlandi við landamæri Finnlands vegna inngöngu Finna í Atlantshafsbandalagið (NATO).

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá því í dag að Finnland yrði 31. ríki bandalagsins á morgun, þriðjudag.

„Við ætlum að styrkja herdeildir okkar í vestri og norðvestri,“ segir varautanríkisráðherra Rússlands, Alexander Grúskó, við rússneska ríkismiðilinn RIA Novosti.

„Ef til þess kemur að önnur NATO-ríki flytji hermenn og aðföng á landsvæði Finnlands, munum við grípa til frekari ráðstafana til þess að tryggja hernaðaröryggi Rússlands,“ segir Grúskó.

Landamæri Rússlands og Finnlands eru 1.300 kílómetrar að lengd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka