Fá ekki að sjá líkið þriðja daginn í röð

Maður heldur á ljósmynd af Navalní á minningarathöfn fyrir utan …
Maður heldur á ljósmynd af Navalní á minningarathöfn fyrir utan rússneska sendiráðið í Berlín í Þýskalandi í gær. AFP/Odd Andersen

Skyldmennum rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalnís hefur í þrjá daga í röð verið meinað að sjá lík hans, að sögn teymis hans. Móður Navalnís var ekki hleypt inn í líkhúsið þar sem talið er að líkið sé geymt. 

Að sögn rússneskra fangelsisyfirvalda lést Navalní á föstudag eftir gönguferð í fangelsinu Arctic þar sem hann var í haldi.

Móðir hans, Lyudmila, ferðaðist þangað á laugardaginn en hefur enn ekki fengið að sjá líkið.

Navalní var helsti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta á stjórnmálasviðinu í landinu.

Kennari í listaskóla lýkur við mynd af Navalní í indversku …
Kennari í listaskóla lýkur við mynd af Navalní í indversku borginni Mumbai. AFP/Indranil Mukherjee

Rannsóknin framlengd

Rússneskir rannsakendur hafa sagt móður Navalnís og lögmönnum hans að rannsóknin á dauða hans „hafi verið framlengd”.

Talskona Navalnís greindi frá þessu í morgun.

„Það er ekki vitað hversu lengi hún mun halda áfram. Dánarorsökin er enn ókunn. Þau eru að ljúga, leika sér með tímann og reyna ekki einu sinni að fela það,” sagði talskonan Kira Yarmysh á samfélagsmiðlinum X.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka