Ísraelsher notar gervigreind til að ákvarða skotmörk

Fræðimenn spyrja hvort gervigreindarnotkunin skili tilætluðum árangri.
Fræðimenn spyrja hvort gervigreindarnotkunin skili tilætluðum árangri. AFP

Ísraelsher hefur greint frá því að hann notist við gervigreind í stríðinu á Gasaströndinni til þess að bera kennsl á skotmörk sín. 

Tala látinna á Gasaströndinni hefur hækkað talsvert og telja heilbrigðisyfirvöld á Gasaströndinni nú að 30.000 manns hafi látist, þar af fjöldi óbreyttra borgara.

Fræðimenn hafa dregið í efa árangur gervigreindarnotkunar hersins, að því er fréttaveita AFP greinir frá. 

Segjast hafa drepið 10 þúsund hermenn

„Annaðhvort nýttist gervigreindin jafn vel og greint hefur verið frá, og ísraelska hernum er sama um dauðsföll, eða gervigreindin er ekki jafnárangursrík og haldið hefur verið fram,“ segir Toby Walsh, vísindamaður við AI Institute-háskólann í Nýja-Suður-Wales í Ástralíu.

Heilbrigðisyfirvöld á Gasa taka ekki fram hve stór hluti hinna látnu eru hermenn en ísraelski herinn segist hafa drepið 10 þúsund hermenn úr röðum hryðjuverkasamtakanna Hamas. 

Ísraelski herinn baðst undan viðtali við AFP en hefur áður lýst því yfir að gervigreind geri honum kleift að ráðast einvörðungu á hermenn og forðast að beina spjótum sínum að almennum borgurum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert