Nokkrir teknir í gíslingu í Hollandi

Mikill viðbúnaður er í miðbæ hollenska bæjarins Ede.
Mikill viðbúnaður er í miðbæ hollenska bæjarins Ede. AFP/Persbureau Heitink

150 heimili hafa verið rýmd vegna gíslatöku í bænum Ede í Hollandi. Fólk á svæðinu er beðið um að halda sig innandyra. 

Lögreglan í Hollandi biður almenning um að forðast miðborg Ede nú í morgunsárið vegna atviksins. Frá þessu greinir hollenski miðillinn NL Times

„Vertu inni hjá þér og ekki koma á staðinn til að fylgjast með,“ sagði í færslu lögreglunnar á miðlinum X. 

Ekki liggur fyrir hversu margir eru í haldi en fjölmiðlar á svæðinu hafa greint frá því að fjórir eða fimm manns séu að verki, að því er fréttaveita AFP greinir frá. 

Þá liggur heldur ekki fyrir hvort hinir grunuðu séu vopnaðir en á heimasíður sveitarfélagsins Ede segir að miðbænum hafi verið lokað og að bæði óeirðarlögreglan og sprengjusérfræðingar séu á vettvangi. 

Uppfært 10:10 

Lögreglan í Hollandi segir engar vísbendingar um að um hryðjuverkaárás sé að ræða

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert