Flugvellinum lokað vegna eldgossins

Eldgos hófst á þriðjudagskvöld.
Eldgos hófst á þriðjudagskvöld. AFP/Center for Volcanology and Geological Hazard Mitigation

Alþjóðaflugvelli í Indónesíu hefur verið lokað vegna eldgoss í Ruang-fjallinu í Sulawesi-héraði.

Hefur flugvellinum, sem er í meira en 100 km fjarlægð frá fjallinu, verið gert að loka í 24 klukkustundir vegna öskufalls, að sögn samgönguráðuneytisins þar í landi.

Ruang-fjallið tók að gjósa á þriðjudagskvöld. Öskuský hefur nú teygt sig tæpa tvo kílómetra upp til himins.

Mörg hundruð manns hafa þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín. Yfirvöld hafa lýst yfir neyðarstigi og varað við hættu á mögulegri flóðbylgju.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/04/17/eldgos_hafid_i_indonesiu/

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert