Segja Ísraelsher hafa gert atlögu gegn loftvarnakerfum

Er árásin sögð hafa gerst um það leyti sem ísraelski …
Er árásin sögð hafa gerst um það leyti sem ísraelski flugherinn flaug yfir Daraa-hérað án þess þó að loftvarnakerfi hefðu verið virkjuð. AFP/Jalaa Marey

Ísrael gerði atlögu gegn bækistöð Sýrlands í suðurhluta landsins með flugskeytum, að sögn sýrlenskra yfirvalda.

Í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Sýrlands segir að loftvarnakerfi hafi verið skotmörk Ísraelshers.

Er árásin sögð hafa gerst um það leyti sem ísraelski flugherinn flaug yfir Daraa-hérað án þess þó að loftvarnakerfi hefðu verið virkjuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert