Sprengingar heyrast í Íran

Hossein Amir-Abdollahian, utanríkisráðherra Írans, á fundi öryggisráðsins í gærkvöldi.
Hossein Amir-Abdollahian, utanríkisráðherra Írans, á fundi öryggisráðsins í gærkvöldi. AFP

Íranskir fjölmiðlar greindu frá því nú fyrir stundu að sprengingar hafi heyrst við flugvöll í Isfahan, borg um miðbik Írans. Þá hafa einnig óstaðfestar fregnir borist um sprengingu í nágrenni Natanz, en þar í nágrenninu hafa Íranar stundað kjarnorkurannsóknir.

Talið er að um gagnárás Ísraelshers vegna loftárásarinnar um helgina sé að ræða, en herinn hefur ekki sent frá sér neina formlega yfirlýsingu.

Hossein Amir-Abdollahian, utanríkisráðherra Írans, varaði Ísraelsmenn fyrr í kvöld við því að öllum árásum þeirra yrði svarað í sömu mynt, en viðvörunarorð hans féllu á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem m.a. var fjallað um aðild Palestínu að SÞ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert