Sprengjuhótun á Billund-flugvelli

Búið er að rýma Billund-flugvöll eftir að sprengjuhótun barst.
Búið er að rýma Billund-flugvöll eftir að sprengjuhótun barst.

Búið er að rýma Billund-flugvöll í Danmörku eftir að sprengjuhótun barst þangað. Lögreglan á Suður-Jótlandi er með viðbúnað á svæðinu og hvetur almenning til þess að halda sig fjarri vellinum.

Ekstra Bladet greinir frá. 

Mun hafa áhrif á flugumferð

Dan Prangsgaard, upplýsingafulltrúi flugvallarins, segir að rýmingin muni hafa áhrif á flugumferð á vellinum. 

Hann segist enn fremur ekki vita hvenær flugvöllurinn muni taka til eðlilegra starfa á ný. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert