Áhrif hlýnunar mest í Asíu

Hitastig í heiminum var hærra en nokkru sinni fyrr á …
Hitastig í heiminum var hærra en nokkru sinni fyrr á síðasta ári. AFP

Hlýnun jarðar hafði mest áhrif á Asíu á síðasta ári, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Flóð og stormar voru helstu ástæðurnar fyrir dauðsföllum og efnahagslegum áföllum í heimsálfunni.

Hitastig í heiminum var hærra en nokkru sinni fyrr á síðasta ári og að sögn Veður- og loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna hlýnaði sérstaklega hratt í Asíu.

Alþjóðaveðurfræðistofnunin sagði áhrifin af völdum hitabylgja í Asíu verða sífellt alvarlegri og ógna bráðnandi jöklar vatnsöryggi svæðisins í framtíðinni.

Stofnunin sagði að það hlýnaði hraðar í Asíu en þegar horft er á meðaltalið á heimsvísu og var hitastigið í fyrra næstum tveimur gráðum fyrir ofan meðaltalið frá 1961 til 1990.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert