Gámi með fíkniefnunum var skipað í land í Straumsvík

Straumsvík Skipið lagði þar að bryggju.
Straumsvík Skipið lagði þar að bryggju.

Gámnum sem geymdi fíkniefnin í stóra fíkniefnamálinu, sem nú er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, var skipað í land í Straumsvík samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Um Straumsvíkurhöfn fer einkum varningur sem ætlaður er álverinu en einnig koma þangað almennar vörusendingar.

Gámurinn kom með skipinu Fransesca og fundust fíkniefnin við leit í gámnum 10. október sl. Samkvæmt heimildum blaðsins var varningurinn í gámnum ætlaður heildsölufyrirtæki í matvælaiðnaði og fundust fíkniefnin falin í honum. Sama dag var starfsmaður fyrirtækisins, karlmaður á sextugsaldri, handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald sem hann situr enn í.

Yngri maðurinn, karlmaður á fimmtugsaldri, var handtekinn við komuna frá Spáni aðfaranótt sunnudags. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur yngri maðurinn komið við sögu við rannsókn fíkniefnamála.

Þá mun hann einnig hafa fengið dæmdar bætur fyrir meiðyrði árið 2007 eftir að hann var nafngreindur í DV í tengslum við fíkniefnamál.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert