„Voru embættismennirnir með töskuna mína?“

Sigmundur gantaðist við fréttamenn á leið sinni inn á Bessastaði.
Sigmundur gantaðist við fréttamenn á leið sinni inn á Bessastaði. mbl.is/Eggert

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru komnir til Bessastaða á ríkisráðsfund, allir nema Ólöf Nordal sem fengið hefur leyfi til að sitja ekki fundinn. Sigmundur  Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, mætti tíu mínútum eftir að fundurinn átti að hefjast.

Tveir ríkisráðsfundir fara fram á Bessastöðum í dag. Á þeim fyrri mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson biðjast lausnar undan störfum sínum og ríkisstjórn hans leist upp.

Sigrún Magnúsdóttir ræddi við fjölmiðla.
Sigrún Magnúsdóttir ræddi við fjölmiðla. mbl.is/Eggert

Á þeim síðari mun Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, taka við forsætisráðherrastólnum og Lilja D. Alfreðsdóttir taka sæti í nýrri ríkisstjórn. 

Illugi Gunnarsson, ráðherra mennta- og menningarmála, var fyrstur ráðherra á svæðið. Aðspurður um hvernig honum litist á nýja ríkisstjórn svaraði hann einfaldlega „Vel“.

Næst kom Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis og auðlindaráðherra. 

„Auðvitað erum vid i sárum.  En lifið heldur áfram,“ sagði Sigrún við blaðamenn. Sagði hún að sér litist afskaplega vel á Lilju í ráðherrastólinn og að hún væri ung og öflug kona.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert

Góður drengur að stíga til hliðar

Gunnar Bragi, utanríkisráðherra, fylgdi í humátt á eftir. Eins og mbl.is hefur fært fréttir af mun hann taka við sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytinu. Sagðist hann í samtali við blaðamenn telja að ný og spennandi tækifæri væru til staðar í þessari nýju stöðu. Sagðist hann einnig telja að Sigmundur Davíð munieiga framtíð í stjórnmálið „þegar rykið sest“.

„Því miður er mjög góður drengur að stíga til hliðar,“ sagði Gunnar Bragi. Hann sagði enga sérstaka ástæðu fyrir hrókeringu í ráðuneytum en kvaðst sjálfur alltaf sáttur við að fá að vinna fyrir þjóðina.

Ragnhildur Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra  sagði við blaðamenn að sér litist vel á fyrirhugaðar breytingar í ríkisstjórn.

Gunnar Bragi sagði Sigmund góðan dreng.
Gunnar Bragi sagði Sigmund góðan dreng. mbl.is/Eggert

Gerði grín að töskumálinu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandiforsætisráðherra,kom síðastur.

Í stað þess að svara spurningum fréttamanna fór hann fram á að fá sjálfur að bera upp spurningu.

„Voru embættismennirnir með töskuna mína?“ spurði ráðherrann fráfarandi og kvaðst síðan myndu svara spurningum að fundi loknum.

Má þess geta að á eftir verða lyklaskipti í þremur ráðuneytum: forsætisráðuneytinu, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytingu og utanríkisráðuneytinu.

Ragnheiður Elín.
Ragnheiður Elín. mbl.is/Eggert
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs.
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs. mbl.is/Eggert
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert
Eygló Harðardóttir.
Eygló Harðardóttir. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert