Iðnaðarmenn skortir mjög

Farið er að bera á skorti á iðnaðarmönnum.
Farið er að bera á skorti á iðnaðarmönnum. mbl.is/Styrmir Kári

„Það er augljóslega verulegur skortur á iðnaðarmönnum í mannvirkjagerð hér á landi enda mörg stór verkefni mönnuð með erlendu vinnuafli,“ segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar.

Þorbjörn segir einkum tvennt hafa áhrif á þann skort sem nú er uppi á iðnaðarmönnum. Nefnir hann í fyrsta lagi að þeir iðnaðarmenn sem fóru utan, t.a.m. til Noregs, eftir hrunið hafi snúið mjög hægt aftur.

„Þeir komu miklu hægar en maður gerði ráð fyrir. Ástæðan er, að ég tel, einfaldlega sú að þeir voru búnir að vera svo lengi úti. Menn voru því búnir að aðlaga sig norskum vinnumarkaði og koma sér fyrir, en eftir því sem dvölin verður lengri koma færri heim og hægar.“

Að fá iðnaðarmenn til að sinna viðhaldsverkefnum getur einnig reynst þrautin þyngri. „Það er setið um góða iðnaðarmenn sem sinna viðhaldi á þessum tíma,“ segir Friðrik Á. Ólafsson, forstöðumaður byggingarsviðs hjá Samtökum iðnaðarins. „Það sem við höfum hins vegar miklar áhyggjur af er að það eru þarna úti ófaglærðir einstaklingar sem segjast vera iðnaðarmenn og taka að sér verk án þess að sinna þeim vel,“ segir Friðrik Á. og bætir við að svik sem þessi virðast fara heldur í aukana fremur en hitt.

Aðspurður segir hann fjölmarga hafa leitað með kvartanir til Samtaka iðnaðarins eftir að hafa keypt slíka þjónustu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert