Lömuð eftir fall í Malaga

Sunna ásamt dóttur sinni á sjúkrahúsinu í Malaga.
Sunna ásamt dóttur sinni á sjúkrahúsinu í Malaga. Ljósmynd/Af Facebook-síðu Unnar

Söfnun er hafin fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni eftir að hafa fallið á milli hæða innanhúss.

Unnur Birgisdóttir, móðir Sunnu Elviru, greinir frá því á Facebook að dóttir sín sé þríhryggbrotin, lömuð upp að brjósti og óvíst sé með batahorfur, sérstaklega ef hún kemst ekki heim sem fyrst.

Unnur segir kostnaðinn mjög mikinn við að flytja Sunnu heim til Íslands og vegna þess að tryggingar séu ekki fyrir hendi óskar hún, ásamt aðstandendum og vinum, eftir hjálp við að koma dóttur sinni heim en fjögurra ára dóttir Sunnu er þegar komin til landsins.

Söfnunarreikningur Sunnu er: 0535-05-400493 kt. 060687-3239.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert