Himinlifandi að vera loksins komin heim

Sjúkrabíll beið Sunnu Elviru við komuna til landsins.
Sjúkrabíll beið Sunnu Elviru við komuna til landsins. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson

„Ég er enn að átta mig á því að ég er loksins komin heim!“ segir Sunna Elvira Þorkelsdóttir í samtali við mbl.is. Hún var flutt með sjúkraflugi frá Spáni í dag en vélin lenti síðdegis á Keflavíkurflugvelli.

Sunna var flutt rakleitt frá flugvellinum í sjúkrabíl á endurhæfingardeild Landspítalans á Grensási. 

Það var tekið rosalega vel á móti mér hér á Grensás og mjög gott að geta talað við lækna og hjúkrunarfólk á íslensku en ekki bjagaðri spænsku,“ segir Sunna en hún lamaðist eftir fall á Spáni í janúar og hafði dvalið á sjúkrahúsi þar þangað til í dag.

Sunna Elvira er komin til landsins.
Sunna Elvira er komin til landsins. Ljósmynd/Aðsend

Farbanni hennar var aflétt í síðustu viku en hún var sett í það í kjölfar handtöku eiginmanns hennar, Sigurðar Kristinssonar, sem tal­inn var eiga aðild að fíkni­efnainn­flutn­ingi. 

Sunna segir að flugferðin heim hafi verið góð og það hafi verið vel hugsað um hana á leiðinni. Hún verður í einangrun á Grensás í nokkra daga eftir sjúkrahúsdvölina ytra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert