Ráðherra veltir nafninu fyrir sér

Nýja ferjan er í smíðum í Póllandi og væntanleg hingað …
Nýja ferjan er í smíðum í Póllandi og væntanleg hingað síðsumars.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju.

Hyggst ráðherra hlera sjónarmið heimamanna, að því er Jóhannes Tómasson upplýsingafulltrúi segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Ráðherra mun hafa lokaorð um hvaða nafn verður fyrir valinu.

Vinnuhópurinn um hönnun og smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju ákvað nýlega að vinnuheiti nýju ferjunnar yrði Vilborg. Núverandi ferja, Herjólfur, myndi halda nafni sínu, en reiknað er með að hann verði hér áfram, a.m.k. fyrst um sinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert