Hlaut uppreist æru fyrir fimm árum

Sunna Elvira Þorkelsdóttir ásamt móður sinni Unni Birgisdóttur, á spítalanum …
Sunna Elvira Þorkelsdóttir ásamt móður sinni Unni Birgisdóttur, á spítalanum í Malaga en þar hefur Sunna dvalið sökum farbanns undanfarinn mánuð.

Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga undanfarin mánuð, hlaut uppreist æru fyrir fimm árum.

Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum RÚV.

Sigurður var dæmdur í tveggja ára fangelsi árið 2004 fyrir íkveikju og að hafa með henni ógnað lífi þriggja einstaklinga. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því hann kom frá Spáni en Sigurður er grunaður um aðild að fíkniefnamáli. Sigurður var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna 7. febrúar.

Sigurður sótti um uppreist æru árið 2013. Þar kemur fram að hann hafi lokið afplánun í júní 2006 og að frá árinu 2007 hafi hann verið í forsvari fyrir þrjú byggingaverktakafyrirtæki og rekstur þeirra hafi gengið vel.

Annar meðmælenda Sigurðar segir að hann leyfi sér „af einlægni að fullyrða að í Sigurði er að finna það sem maður getur kallað „fyrirmyndar samborgari““.

Áður hefur verið greint frá því að grunur leikur á stór­felld­um und­an­skot­um eigna og þjófnaði úr fé­lag­inu SS hús ehf. sem tekið var til gjaldþrota­skipta 10. janú­ar síðastliðinn. Sig­urður, sem átti fé­lagið með bróður sín­um og föður, hef­ur stýrt því und­an­farið.

Talið er að undanskot eigna og óútskýrðar millifærslur af reikn­ing­um fé­lags­ins hlaupa á hundruðum millj­óna. Þá er fé­lagið einnig til rann­sókn­ar hjá skatta­yf­ir­völd­um meðal ann­ars vegna mik­illa van­skila á vörslu­skött­um. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert