Engin svör frá spænsku lögreglunni

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Júlíus

Íslenska lögreglan hefur ekki fengið svör frá spænskum lögregluyfirvöldum um réttarbeiðni ís­lenskra stjórn­valda um að lögreglan hér á landi taki yfir rann­sókn á máli sem Sunna El­vira Þor­kels­dótt­ir teng­ist á Spáni. 

Spænska lögreglan tók á móti réttarbeiðninni fyrir nokkrum dögum.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir ekkert nýtt að frétta af málinu eins og staðan er í dag. Hann segir ómögulegt að segja til um hvenær spænska lögreglan taki afstöðu til réttarbeiðninnar.

Rétt­ar­beiðnin geng­ur út á það að íslenska lögreglan taki yfir rann­sókn málsins vegna þess að það er ekki í sam­ræmi við mann­rétt­inda­sátt­mála að sömu at­vik séu rann­sökuð á tveim­ur stöðum í einu. Hins vegar þurfi að gera sam­komu­lag um það að rann­sókn fari ein­ung­is fram á ein­um stað í til­vik­um sem þess­um.  

Sunna liggur á ríkisspítala á Malaga á Spáni. Hún er í ótímabundnu farbanni þar sem spænska lögreglan er með vegabréfið hennar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert