Sunna Elvira flutt til Sevilla

Sunna Elvira Þorkelsdóttir
Sunna Elvira Þorkelsdóttir

Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni undanfarinn mánuð í kjölfar falls, verður í dag flutt á bæklunarsjúkrahús í Sevilla.

„Það er vonandi betri aðstaða á þeim spítala en er hér í Malaga,“ segir hún í Morgunblaðinu í dag. Ferðalag þetta mun taka fjórar klukkustundir og ætti að verða komið í áfangastað um hádegisbil.

Sem kunnugt er hefur verið í bígerð að Sunna Elvira verði flutt til Íslands á sjúkrahús og hafa starfsmenn utanríkisþjónustunnar unnið að því. Spænsk stjórnvöld og dómstólar eiga þó enn eftir að samþykkja pappíra vegna þess en þegar þeir hafa fengið réttan stimpil væntir Sunna þess að hún komist heim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert