600 milljóna kröfur í þrotabú

Tollhúsið.
Tollhúsið. mbl.is/Ófeigur

Kröfur í þrotabú verktakafyrirtækisins SS Hús nema 600 milljónum króna. Félagið var lýst gjaldþrota í janúar.

Meðal annars er um að ræða launakröfur frá starfsmönnum, auk 200 milljóna króna kröfu frá skattayfirvöldum og tollstjóra, að því er kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sigurður Kristinsson átti félagið ásamt bróður sínum og stjúpföður. Sigurður er eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi á Spáni.

Sigurður situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um fíkniefnainnflutning frá Spáni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka