Bíða enn svara frá Spáni

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hefur óskað eftir því að lögreglan hér …
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hefur óskað eftir því að lögreglan hér á landi taki yfir rannsókn á málinu. mbl.is/Hari

„Málið er enn í sömu stöðu og hefur verið,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Íslenska lög­regl­an hef­ur enn ekki fengið lokasvar frá lög­reglu­yf­ir­völd­um á Spáni um rétt­ar­beiðni ís­lenskra stjórn­valda.

Um miðjan febrúar sagði Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn lögregluna hafa óskað eftir því að taka yfir rannsókn á máli sem Sunna Elvira Þor­kels­dótt­ir teng­ist á Spáni. Til þess þarf umboð frá yfirvöldum á Spáni og liggur beiðnin enn hjá þeim.

Sunna Elvira liggur á bæklunarsjúkrahúsi í Sevilla. Hún hef­ur verið í ótíma­bundnu far­banni á Spáni frá því hún slasaðist í janúar. Eig­inmaður henn­ar, Sig­urður Krist­ins­son, er grunaður um aðild að um­fangs­miklu fíkni­efna­máli og hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi hér á landi vegna rann­sókn­ar máls­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert