Sunna hefur endurheimt vegabréfið

Sunna var að vonum glöð að fá vegabréf sitt aftur …
Sunna var að vonum glöð að fá vegabréf sitt aftur í hendurnar.

„Það voru mikil gleðitíðindi að fá passann í hendurnar. Það breytti ferðaáætlun örlítið, ég kem heim á mánudaginn en ekki þriðjudag eins og planið var,” segir Sunna Elvira Þorkelsdóttir sem lamaðist eftir fall á Spáni í janúar og hefur verið á sjúkrahúsi þar í landi síðan þá.

Sunna var sett í farbann í kjölfar handtöku eig­in­manns henn­ar, Sig­urðar Krist­ins­son­ar, sem tal­inn var eiga aðild að fíkni­efnainn­flutn­ingi. Farbanninu var aflétt í vikunni og sagði Sunna það staðfestingu á því sem hún hefur haldið fram síðan málið hófst; að hún hefði enga aðkomu haft að því eða vitneskju.

Lögreglan á Spáni lagði hald á vegabréfið hennar og það var mikil gleðistund þegar Sunna fékk það aftur í hendurnar.

En gleðifréttirnar eru fleiri. „Ég var að fá að vita að það er laust pláss á Grensás þannig ég fer beint þangað. Það eru mjög góðar fréttir,“ segir Sunna í samtali við mbl.is, en hún hefur verið í endurhæfingu á sjúkrahúsi í Sevilla síðustu vikur. Nú tekur við endurhæfing heima á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert