Heimspressan verður í garðinum

Rauða torgið. Berglind segir að Moskva sé komin í knattspyrnugír …
Rauða torgið. Berglind segir að Moskva sé komin í knattspyrnugír og fólk frá öllum heimshornum sé mætt til leiks. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að sá gífurlegi áhugi sem heimspressan sýni íslenska landsliðinu, íslenskum stuðningsmönnum í Rússlandi og heima á Íslandi og Íslandi sé „ómetanleg og jákvæð landkynning“.

„Þetta er ótrúlega spennandi og nú er þetta að bresta á. Það ríkir mikil tilhlökkun, stolt og gleði hjá okkur þessa dagana. Áhugi Rússa á liðinu okkar er geysilega mikill, en ekki síður á íslenska stuðningsmannaliðinu.

Ég hef sagt að þjóðhátíðin okkar Íslendinga sé komin til Moskvu. Það er mikilvægt að allir Íslendingar sem koma til þess að styðja strákana okkar komi vel fram og fylgi reglum, því Rússar munu líta á hvern og einn Íslending hér sem sendiherra Íslands,“ segir Berglind í samtali í Morgunblaðinu í dag um stemmninguna í Rússlandi vegna HM.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert