Engar rifflur þar sem banaslys varð

Rifflur í vegum eru ætlaðar til þess að mynda hávaða …
Rifflur í vegum eru ætlaðar til þess að mynda hávaða og titring þegar ekið er yfir þær. mbl.is/Árni Sæberg

Miðjurifflur eru á milli akreina frá tvöföldun Reykjanesbrautar í Hvassahrauni og að nýju malbiki á gatnamótunum við Krísuvíkurveg. Engar miðjurifflur eru á þeim kafla Reykjanesbrautar þar sem banaslys varð í gærmorgun, frá gatnamótum Krísuvíkurvegar og að Kaldárselsvegi.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn mbl.is.

Engar rifflur eru á þessum kafla Reykjanesbrautar vegna þéttbýlissjónarmiða og snýr að bættri hljóðvist vegna íbúðabyggðarinnar, að því er segir í svari Vegagerðarinnar.

Banaslys varð á Reykjanesbraut á sjötta tímanum á sunnudagsmorgun til móts við Vallahverfið í Hafnarfirði. Fólksbifreið og jepplingur, sem komu úr gagnstæðri átt, rákust saman með þeim afleiðingum að farþegi í öðrum bílnum lést.

Rifflur í vegum eru ætlaðar til þess að mynda hávaða og titring þegar ekið er yfir þær, sem er ætlað að vara ökumann við því að hann sé að fara yfir miðlínu eða út af veginum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert