Hálka og éljagangur á Hellisheiði

Hálka og éljagangur er á Hellisheiði.
Hálka og éljagangur er á Hellisheiði. mbl.is/Helgi Bjarnason

Hálka og éljagangur er á Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði. Annars er að mestu greiðfært á Suður- og Vesturlandi en hálkublettir á örfáum leiðum. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. 

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er víða slydda eða jafnvel snjókoma á láglendi og snjókoma til fjalla á Suður- og Vesturlandi í dag með vetrarfærð og hálku.

Vetrarfærð er í flestum landshlutum, þó er greiðfært að mestu á Norðurlandi og með suðurströndinni, segir enn fremur í færslu Vegagerðarinnar á Twitter.

Á Norðausturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum en snjóþekja frá Kópaskeri að Bakkafirði. Hálka eða hálkublettir á öllum leiðum á Austurlandi þó er snjóþekja á milli Fáskrúðfjarðar og Breiðdalsvíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert