Ekkert aðfinnsluvert hefur sést í upptökum

Heimili Kristjáns Gunnars Valdimarssonar.
Heimili Kristjáns Gunnars Valdimarssonar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekkert aðfinnsluvert varðandi störf lögreglunnar hefur komið í ljós í upptökum af vettvangi í máli Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands.  

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í ljósi gagnrýni á störf lögreglu undanfarna daga, meðal annars að ekki hafi verið gripið til tækra ráðstafana til að bjarga brotaþola.

Gögnin yfirfarin af óháðum aðila

Fram kemur að upptökurnar hafi verið yfirfarnar. Þær verða ásamt ásamt öllum gögnum sendar til nefndar um eftirlit með lögreglu og því verður efnið yfirfarið af óháðum aðila.

Lögreglan hefur lagt fram kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Kristján Gunnari vegna rannsóknar á meintri frelsisskerðingu, líkamsárás og kynferðisbrotum gegn þremur konum á þrítugs- og fertugsaldri.

Gæsluvarðhaldskrafan er á grundvelli rannsóknarhagsmuna og til að varna því að sakborningur haldi áfram brotum meðan málum hans er ekki lokið, en ætluð brot voru framin með skömmu millibili.

Dómari hefur tekið sér frest til að taka afstöðu til kröfu lögreglu en niðurstöðu er að vænta í síðasta lagi um hádegi á morgun, að því er segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert