Vinna að því að ná sátt

Annar fundur samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins er á …
Annar fundur samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins er á dagskrá á morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samningafundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk 16.15 og hvor samninganefnd um sig var send heim með verkefni og álitamál til að vinna úr fyrir næsta fund. 

Sá fundur hefst á morgun þegar þeirri vinnu er lokið en ekki hefur verið ákveðið klukkan hvað.

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir verkefnið erfitt og flókið en aðalatriðið sé að finna lausnir. Aðspurður hvort málin séu að þokast í eina átt frekar en aðra átt segir hann: „Þetta er virkt samtal á milli aðila og það er verið að velta upp mögulegum lausnum. Á meðan það er enn þannig er það vegna þess að við erum að vinna að því að ná sátt.“ 

Náist samningar ekki við hjúkrunarfræðinga á morgun stefnir í allsherjarverkfall þeirra klukkan átta á mánudagsmorgun. Undirbúningur fyrir verkfallið er hafinn og það mun ná til vel á þriðja þúsunds hjúkrunarfræðinga. „Það er öllum ljóst sem fara í verkfall að lífi og limum verður ekki ógnað,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir formaður FÍH í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka