Kvartaði yfir ummælum Helga við ríkissaksóknara

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. kjörin á Alþingi saksóknari vegna ákæru …
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. kjörin á Alþingi saksóknari vegna ákæru á hendur Geirs H. Haarde

Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, hefur sent athugasemdir til ríkissaksóknara vegna ummæla Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um hana í gær.

Þetta staðfestir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari við RÚV. Hún segir ummæli Helga hans eigin og að þau hafi ekki verið sett fram í samráði við ríkissaksóknara.

Helgi Magnús tjáði sig á Facebook í gær um deilur innan lögreglunnar á Suðurnesjum. Með færslunni sagðist hann hafa verið að vitna í grein þar sem sagt var að fjórir yfirmenn innan lögreglunnar á Suðurnesjum reyndu að grafa undan Ólafi Helga Kjartanssyni sem hefur nú látið af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Ein þeirra er Alda Hrönn.

Í samtali við mbl.is minntist hann á Öldu Hrönn og sagði hana hafa staðið fyrir ýmsum uppákomum. „Þannig að það er ekki allt sem hefur verið til fyrirmyndar frá henni á þessu sviði,“ sagði hann.

Alda Hrönn vildi ekkert tjá sig um málið þegar mbl.is hafði samband við hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert