Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins berst nú við eld í einbýlishúsi í Kaldaseli í Breiðholtinu. Óttast er að um altjón sé að ræða. Einn var í húsinu og náði hann að komast út úr brennandi húsinu.
Að sögn varðstjóra í slökkviliðinu var tilkynnt um eldsvoðann um 6:40 og er slökkvilið enn að störfum.
Ekki er talið að fleiri hafi verið inni í húsinu þegar kviknaði í.
Vegna eldsvoðans eru íbúar í nágrenni Kaldasels hvattir til að loka gluggum og hækka á ofnum vegna reyks sem leggur frá húsinu. Ekki er hægt að gefa frekari upplýsingar að svo stöddu að sögn lögreglunnar.
Vegna slökkvistarfs er búið að loka Jafnaseli svo leið strætisvagnar á leið 3 og 4 geta ekki ekið Jaðarselið. Þeir aka Seljabraut, Seljaskóga og Hjallasel til að komast inn á leið að því er segir á vef Strætó.
Slökkvistarf er enn í gangi og ekki ljóst hvenær því lýkur að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.