Slökkvistarfi lokið í Seljahverfinu

Frá slökkvistarfi í Seljahverfinu í morgun.
Frá slökkvistarfi í Seljahverfinu í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Slökkvistarfi er lokið í Selja­hverfi í Breiðholti þar sem ein­býl­is­hús í Kalda­seli stóð í ljós­um log­um á sjö­unda tím­an­um í morg­un.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins tekur tæknideild lögreglunnar fljótlega við vettvangi.

Tilkynning um eldinn barst klukkan 6:40 í morgun en einn var í húsinu og tókst honum að komast út úr því.

Eldsupptök eru óljós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert