Slökkvistarfi er lokið í Seljahverfi í Breiðholti þar sem einbýlishús í Kaldaseli stóð í ljósum logum á sjöunda tímanum í morgun.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins tekur tæknideild lögreglunnar fljótlega við vettvangi.
Tilkynning um eldinn barst klukkan 6:40 í morgun en einn var í húsinu og tókst honum að komast út úr því.
Eldsupptök eru óljós.