Þakið rifið af húsinu í Kaldaseli

Slökkviliðsmenn unnu að því að rífa þakið af húsinu sem varð alelda í Kaldaseli í morgun þegar mbl.is var á vettvangi fyrir skömmu. Magnús Kristjánsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir erfitt að segja til um hvort húsið sé ónýtt eða ekki en ljóst er að skemmdir eftir eld, reyk og sót eru miklar.

Einn var í hús­inu þegar eldurinn kom upp og var hann kominn út úr húsinu þegar slökkvilið kom á vettvang en Magnús segir ávallt mikla hættu á ferðum þegar um svo mikinn eld sé að ræða.

Kallað var til slökkvilið frá fjórum stöðvum vegna eldsins og voru í kringum 25 manns á vettvangi þegar mest var. Elds­upp­tök eru óljós en lög­regla bein­ir því til íbúa í ná­grenni Kaldasels að loka glugg­um og hækka á ofn­um vegna reyks sem legg­ur frá hús­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert