Útskrifaður af slysadeild

Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út á sjöunda …
Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út á sjöunda tímanum í morgun vegna elds í einbýlishúsi við Kaldasel. mbl.is/Árni Sæberg

Íbúi sem var fluttur á slysadeild með reykeitrun eftir að eldur kom upp í einbýlishúsi í Seljahverfinu í Breiðholti í morgun hefur verið útskrifaður þaðan.

Þetta staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við mbl.is.

Til­kynn­ing um eld­inn barst klukk­an 6:40 í morg­un en einn var í hús­inu og tókst hon­um að kom­ast út úr því, þaðan sem hann var fluttur á slysadeild.

Slökkvistarfi lauk á ellefta tímanum í morgun og tæknideild lögreglu tók við vettvangi til að rannsaka eldsupptök.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert