Íbúi sem var fluttur á slysadeild með reykeitrun eftir að eldur kom upp í einbýlishúsi í Seljahverfinu í Breiðholti í morgun hefur verið útskrifaður þaðan.
Þetta staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við mbl.is.
Tilkynning um eldinn barst klukkan 6:40 í morgun en einn var í húsinu og tókst honum að komast út úr því, þaðan sem hann var fluttur á slysadeild.
Slökkvistarfi lauk á ellefta tímanum í morgun og tæknideild lögreglu tók við vettvangi til að rannsaka eldsupptök.