Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 120 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn og þar af voru 24 forgangsútköll og sex vegna Covid-19.
Verkefni dælubíla voru fjögur síðasta sólarhring og tvisvar í sama eldinn líkt og fram hefur komið á mbl.is. Slökkviliðið var kallað út aftur í gærkvöldi vegna elds sem hafði kviknað að nýju í einbýlishúsi við Kaldasel. Mannskapur frá öllum stöðvum fór á staðinn og tók verkefnið tvo og hálfan tíma.