Komnir upp í fjórðu búðir Everest

Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson eru nú á …
Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson eru nú á lokametrunum í Everest-göngu sinni. Skjáskot/Instagram

Fjall­göngu­menn­irn­ir Heim­ir Fann­ar Hall­gríms­son og Sig­urður Bjarni Sveins­son eru komnir upp í búðir 4 á Ev­erest-fjalli. Þar er aftakaveður og hafa tjöld fokið.

Þrátt fyrir það líður köppunum vel að því er fram kemur í facebookfærslu. Þeir munu því bíða af sér vindinn og stefna á að reyna við topp fjallsins annað kvöld.

Heimir og Sigurður ganga upp á fjallið til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna. Þeim sem vilja leggja köppunum lið á lokametrunum er bent á söfnunarsíðu félagsins:

https://www.umhyggja.is/is/styrkja-felagid/med-umhyggju-a-everest?fbclid=IwAR1I6djU5dC4YUKIkJvm9bDggRsqOoObIiAkYFkDFRApflOLm-5ho6rRtds

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert