Leigubílafrumvarp í þriðja sinn

mbl.is/Unnur Karen

Stjórnarfrumvarp um aukið frelsi á leigubílamarkaði hefur verið lagt fram á Alþingi í þriðja skipti. Í fyrri tvö skiptin dagaði frumvarpið uppi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir fyrstu umræðu um málið.

Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu, sem lagt er fram af Sigurði Ingi Jóhannssyni innviðaráðherra að því sé ætlað að tryggja að íslenska ríkið uppfylli þær þjóðréttarlegu skuldbindingar sem það hafi undirgengist, auk þess að færa lög og reglur um leigubifreiðar til nútímalegra horfs með öruggar og tryggar samgöngur að leiðarljósi.

Eftirlitsstofnun EFTA gaf í haust út rökstutt álit um að íslenskt regluverk um leigubifreiðar feli í sér brot gegn EES-samningnum. Áður hafði eftirlitsstofnunin sent íslenskum stjórnvöldum formlega tilkynningu þar sem stofnunin komst að sömu niðurstöðu. Rökstutt álit er undanfari dómsmáls fyrir EFTA-dómstólnum bregðist samningsríki ekki við álitinu.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert