Verð á flugi hafi áhrif á komu flóttamanna til landsins

Enn er fjöldi fólks á flótta frá Úkraínu.
Enn er fjöldi fólks á flótta frá Úkraínu. AFP/Jonathan NACKSTRAND

Alls hafa 1.379 flóttamenn frá Úkraínu komið til landsins en í heildina hefur verið tekið á móti 2.205 flóttamönnum í ár. 

Gylfi Þór Þor­steins­son, aðgerðastjóri teym­is um mót­töku flótta­fólks frá Úkraínu, segir í samtali við mbl.is að aðeins færri komi núna til landsins en fyrir nokkrum vikum.

Fyrir tveimur vikum höfðu 1.293 komið frá Úkraínu og 2.042 flóttamenn í heildina.

„Þetta hefur dregist aðeins saman á undanförnum dögum en svo er þetta fljótt að breytast. Í síðustu viku komu til dæmis 27 manns á einum degi,“ seg­ir Gylfi og bætir við: 

„Við vitum það líka að það er dýrara að fljúga svona yfir hásumarið þannig að það mun eflaust draga aðeins úr komu flóttafólks á meðan. Undanfarin ár hafa sýnt okkur að flestir koma á haustin, þannig að það má búast við að flóttamönnum fjölgi aftur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert