Rauðagerðismálið fyrir Landsrétt í lok mánaðar

Aðalmeðferð fyrir Landsrétti fer fram í lok september. Á mynd …
Aðalmeðferð fyrir Landsrétti fer fram í lok september. Á mynd eru Anna Barbara Andradóttir hjá embætti héraðssaksóknara og Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðalmeðferð fyrir Landsrétti í Rauðagerðismálinu fer fram daganna 28.-30. september. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir undirbúningsþinghald hafa farið fram í dag.

„Við ræddum um fyrirkomulagið, hvað yrði spilað og hver gæfi skýrslu. Þetta er í raun undirbúningur fyrir aðalmeðferðina. Niðurstaðan varð sú að þau sakborningarnir sem voru sýknuð myndu gefa skýrslu eftir atvikum ef að það myndu vakna einhverjar spurningar,“ segir hún í samtali við mbl.is.

„Þessu var áfrýjað því að við erum að krefjast þess að þau verða sakfelld, þessi þrjú sem voru sýknuð, og til að fá þyngri refsingu á Angjelin.“

Myrtur á heimili sínu

Málsatvik Rauðagerðismálsins eru þau að þann 13. febrúar 2021 var Armando Beqirai myrtur á heimili sínu í Rauðgerði af Angjelin Sterkaj. Fjórir sakborningar voru ákærðir vegna málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þau Sheptim Qerimi, Claudia Sofia Coelho Carvalho og Murat Selivrada, ásamt Sterkaj.

Sterkaj hlaut 16 ára fangelsi fyrir morðið á Beqirai í október í fyrra, en þau Sheptim Qerimi, Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho og Murat Selivrada voru sýknuð af kröf­um ákæru­valds­ins.

Ríkissaksóknari áfrýjaði niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í nóvember í fyrra þar sem þess var krafist að refs­ing yfir Angj­el­in Sterkaj verði þyngd. Enn­frem­ur er þess kraf­ist að aðrir í mál­inu verði sak­felld­ir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka