Flogið oftar til meginlands Evrópu

Áfangastöðum Niceair verður fjölgað.
Áfangastöðum Niceair verður fjölgað. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Stjórnendur Niceair, sem flýgur til Akureyrar og frá, eru að undirbúa sumaráætlun næsta árs og verður hún kynnt á næstunni. Framkvæmdastjórinn segir að áfangastöðum verði fjölgað og flogið oftar til meginlands Evrópu.

Niceair hefur frá því í vor flogið tvær ferðir í viku til Kaupmannahafnar og eina til Tenerife. Varð félagið að hætta við flug til Englands vegna þess að flugrekstrarleyfi Evrópusambandsins gaf ekki möguleika á því eftir að Bretar gengu úr sambandinu.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri segir að eftirlitsaðilar séu að vinna í þeim málum. Hann geti ekki svarað því hvenær flug hefjist til Bretlands því úrlausn leyfismála sé ekki í höndum Niceair.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert