Starfsfólk á sjúkrahús vegna efnis í sendingu

Frá vettvangi við sendiráðið í dag.
Frá vettvangi við sendiráðið í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjöldi lögreglubíla stendur við bandaríska sendiráðið við Engjateig í Reykjavík og er búið að loka götunni.

Kristinn Daníel Lee Gilsdorf, upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins, segir atvik hafa komið upp fyrir utan sendiráðið sem varð til þess að kalla hafi þurft til lögreglu. 

Kristinn kvaðst í fyrstu ekki geta tjáð sig um alvarleika atviksins. Það hefði þó verið talið nægjanlega alvarlegt til þess að kalla til lögregluna.

Eftir á að greina efnin í sendingunni.
Eftir á að greina efnin í sendingunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Uppfært kl. 15.25:

Innhald sendingar rannsakað frekar

Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra fór lögreglan í sendiráðið eftir að starfsfólk þess hafði handleikið sendingu sem barst sendiráðinu. Starfsfólkinu, sem handlék sendinguna, varð ekki meint af en var flutt á spítala til skoðunar til öryggis.

Lögregla var kölluð til við sendiráðið.
Lögregla var kölluð til við sendiráðið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Að sögn Kristins var um að ræða sendingu með ákveðnum efnum sem á eftir að greina frekar. Efnið komst út fyrir pakkann og á starfsfólkið og var það því sent upp á spítala.

Samkvæmt verklagi fóru lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sérsveit og slökkvilið á vettvang og fjarlægðu sendinguna. Engjavegi var lokað á meðan lögregla var að störfum. Störfum lögreglu er að ljúka á vettvangi og verður innihald sendingarinnar rannsakað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert