Frost og víða léttskýjað í dag

Veðurkortið í hádeginu í dag.
Veðurkortið í hádeginu í dag. Kort/mbl.is

Í dag er spáð norðlægri átt, 5 til 13 metrum á sekúndu en 13 til 18 við austurströndina. Víða verður léttskýjað en skýjað verður með köflum og sums staðar skafrenningur austanlands.

Frost verður á bilinu 5 til 18 stig.

Á morgun verða norðan 8-15 m/s, en heldur hvassara suðaustantil. Él verða á norðanverðu landinu, en þurrt og bjart sunnan heiða. Dregur aðeins úr frosti.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert